föstudagur, febrúar 07, 2003

Rakst á þessa snilldargrein á netinu, um ádeilu á umhverfisverndarsinna. Kíkið alveg endilega á þessa grein (hún er mjög fyndin). Stíflum strax - framþróun eða dauði

Jæja hér kemur fyrsti kafli.

1. kafli.

Von manna um betri tíð og blóm í haga hefur farið þverrandi síðustu misseri á Íslandi, vegna drepsóttar sem hefur lagt um helming landsmanna að velli á aðeins örfáum vikum. Ráðaleysi ráðamanna er alsráðandi og þeir vita ekki í hvora löppina þeir eiga að stíga. Að vísu er hægt að virða sumum þeirra það til vorkunar að þeir hafa misst annan fótinn í þessum hörmungum og hafa því ekki völ á því að stíga nema í annan fótinn. Þessi drepsótt er engri lík og vísindamenn standa ráðþrota gagnvart eðli hennar og hafa engin ráð í hendi til þess að uppræta þessa vá sem nú dynur á landsmönnum. Þessi drepsótt hefur þá eiginleika að hún leysir upp líkamsparta á svipstunda eftir að hún hefur náð fótfestu í líkama fórnarlambsins. Til að mynda þá horfði ég upp á mann á Tryggvagötunni missa báðar fætur sínar í hendur sóttarinnar án þess að hann gæti borið hendur fyrir höfuð sér og féll því beint á andlitið í grýtta götuna. Guð minn almáttugur hvað ég vorkenndi þessum mann garmi mikið. Það var einnig skelfilegt að geta ekki hjálpað manninum þar sem hann lá þarna í drullunni og saup hveljur í grútskítugum drullupolli.
“Drullusokkur” öskraði ég til himna og steytti hnefann ógnvænlega í áttina að himnaríki, því ég var drullusvekktur út í skapara himins og jarðar fyrir það að fara svona með mig og þennan aumingja sem svamlaði þarna í pollinum. Ástæðan fyrir því að ég gat ekki rétt samborgara mínum hjálparhönd var sú að drepsótt þessi er bráðsmitandi, og ekki gat ég farið að taka sénsinn á því að missa lim, hvað þá liminn. Ég ákvað því að gera það eina rétta í stöðunni. Ég tók upp stóran hellustein sem lá þarna skammt frá í algjöru reyðileysi, og lyfti honum upp fyrir höfuð mér. Þannig gekk ég í áttina að fyrirbærinu í drullupollinum og hélt með báðum höndum fyrir vit mér svo að ég yrði ekki næsta fórnarlamb drepsóttarinnar. Þegar ég átti aðeins örfáa metra eftir ófarna að manngarminum, lýtur hann upp úr polinum og öskrar á mig. Ætlar þú ekki að hjálpa mér helvítis auminginn þinn. Jú, sagði ég mjóróma, ég ætla að senda þig til skapara himins og jarðar í einum logandi hvelli. Skelfingin skein úr augum þessa auma manns þegar hann gerði sér grein fyrir því sem hann átti í vændum. Ég var ekkert að láta hann þjást of mikið og keyrði því hellunni af öllu afli í andlitið á honum og sagði í leiðinni, það er leiðinlegt að þurfa að slátra þér með hellusteini en svona er nú einu sinni lífið sem guð gaf þér elsku vinur.

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Ég var allt í einu að fatta það að hún Jórun (mágkona) megababe er ekki með link inn á mitt blogg á sínu bloggi, djöf... andsk.... helv.. hrmpffffff finnst mér það skítt. Ég er í algeri skítafílu út af þessu máli og næ mér sennilega seint. Hvurslags eiginlega er þetta????????
Nú er tími smásagnanna gengin í garð hér á blogginu og maður verður að taka þátt í þeirri nýbylgju, ella dauður liggja. Maður getur nú ekki minni "hommi" verið en konan manns og skvett fram eins og einni framhaldssmásögu fram úr erminni, eða réttara sagt úr iðrum fortíðarinnar. Hér á eftir fer fyrsti kafli úr smásögu sem skrifuð var fyrir þónokkrum árum síðan og hefur aldrei fyrr komið fyrir augu almennings. Here goes:

Nei heyrðu mig nú, sagan er ekki hér í þessari tölvu, jæja set hana bara inn á morgun. Þá hafið þið efitr einhverju skemmtilegu að bíða.

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Jæja, nú er töluvert síðan að ég skrifaði í þessa dagbók. Helgin var bara býsna góð. Fór á hið árlega pungablót VGK á föstudaginn og var það hið mesta stuð. Eins og venjulega voru það sömu aðilarnir sem hrundu allsvakalega íða og voru hálf meðvitundarlausir að spranga um comapanyið. En það er alltaf gaman að slíku, ekki verra þó að menn æli eða jafnvel fari í sleik við forstjórann, það skorar alltaf hátt á skemmtanaskalanum. En ég var skikkanlegur, skilaði mér heim á kristilegum tíma og dró meira að segja björg í bú. Ég mætti heim með tvo hrikalega kjamma og þrjá bjóra til þess að svolgra með. Jórun var ennþá hjá Rakel þegar ég kom heim og voru þær stöllur á fullu fullar í tölvunum sínum að gera eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um. Kjammarnir slógu rækilega í gegn og ekki þótti þeim bjórinn spilla. Við sátum að sumbli og kjammaáti fram á morgun og var það gríðarlega gaman. Jórun var síðan send heim í leigubíl þegar augnlokin voru farin að síga, ekki seinna vænna.
Hmmmm, ég má víst ekki vera að þessu núna, meira seinna.