mánudagur, nóvember 06, 2006

Sósi heldu betur bætt á sig!

Þessi mynd náðist af Sósa í Borgarnesi fyrir utan gamla Alþýðubandalagshúsið þar sem hann var að gera sig klárann fyrir rjúpnaveiðitúr sem hann var að fara í með félögum sínum.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Djöfuls fyllerí alltaf hreint þarna í Rússlandi.
Oliver kosinn maður ársins eða "Man of the Year" í FrakklandiOlivier var rétt í þessu kosin maður ársins í heimalandi sínu Frakklandi. Hann varð fyrir valinu eftir að alþjóðleg dómnefnd hafði farið yfir myndir sem sendar voru í samkeppnina. María systir sendi víst þessa mynd inn, en hún var víst mjög ósátt við það hvernig Olivier hegðaði sér í hjólreiðatúr á síðasta ári þar sem hann lét hana sofa fyrir utan Rúmfatalagerstjaldið sem hann hafði dröslað með sér frá Íslandi 2003, en svaf sjálfur inni í tjaldinu ásamt hjólinu sínu. Sósi er alvarlega að velta því fyrir sér að gera sér ferð til Frakklands og taka í lurginn á ódáminum.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Elías gerir góðan díl á tombólu!

Þessi mynd var tekin af Elíasi er hann var að prufuróa bát sem hann keypti á tombólu gamalla sjómanna fyrr um daginn. Það var eftir því tekið að Elli lét Birnu róa en tók því sjálfur rólega í skut bátsins og klóraði sér makindalega í pungnum með glóandi tönn. Nokkrar rauðsokkur sem voru staddar á Reynisvatni í árlegri veiðiferð kölluðu að Sprelíasi að hann væri karlrembusvín. Hann lét það sem vind um seyru þjóta, opnaði einn kaldann og öskraði á Birnu "róðu kelling róðu".
Fyrsta Sósa bókin að koma út!

Sósi hefur haft fregnir af því að Edda Útgáfa hf. ætli sér að gefa út smásagnasafn upp úr ævintýrum Sósa í gegnum tíðina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er fyrsta Sósabókin farin í prentun og er von á henni í búðir nú fyrir jólin. Sósi misnotaði eiginkonu sína til þess að komast yfir kafla úr bókinu "Sósi fer í veislu". Þessi fyrsta bók er skrifuð af Dröbbunni og er hún því ábyrg fyrir þessum kafla er birtist hér á eftir.

Bjarki og Sósi sofa svefni hinna drykkfelldu

"Dag einn er Sósa boðið í veislu. Þetta er mjög þjóðleg veisla og er uppáhaldsmatur Sósa á borðum – Sósi borðar mikið og Lomma líka, Lomma borðar meira en Sósi en hún spýtir ... Það er mikið fjör í veislunni og Sósi er ákveðinn í að fá sér svona pils eins og húsráðandinn var í ... Sósi smakkaði rosalega góðan drykk, sem kallast Grappa, hann drakk mikið af honum ...

Lomma var ofsa dugleg að dansa og tók sig vel út á naríunum ... en hvað er þetta er hún búin að verpa á sig eins gerðist einu sinni? Vinur Sósa, Sæti, var í miklu friðarskapi ... og ekkert að stríða Sósa

Heilinn var líka að dansa og slæðudansinn var henni mjög að skapi og Sósa fannst mjög gaman að horfa á slæðudansinn. Svo átti Sósi líka vini sem virtu hann ekki viðlits, voru bara að skilja hann útundan ... það fannst honum leiðinlegt og þau væri bæði, lítil, ljót, feit og í marki ... En besti vinur Sósa var þó Sunderland sem hér eftir mun alltaf vera besti, bestasti vinur hans og hann ætlar alltaf að koma í veislur til besta, bestasta vinar síns og næst ætlar hann að vera í pilsi eins og hann"
Davíð gómaður á stripp festivali í Montreal!
Þessi mynd var rétt í þessu að berast frá fréttaritara Sósa í Montreal. Þarna sér Sósi ekki betur en Davíð Vignir Magnússon sé með son sinn á einhverri stripp hátíð, hvur fjandinn. Ef Davíð væri ekki fluttur til Íslands þá hefði ég látið sækja hann til Kanada með valdi.
Elli í djörfum dans með frægri dífu!
Nú er búið að vera töluvert um væmnar fréttir hér á Sósi.is þannig að nú tökum við u-beygju. Þessa mynd fékk Sósi senda í tölvupósti um helgina. Þarna sjáum við Sprelías í ljótum leik með Madonnu og tveimur vinnufélögum sínum hjá PriceWaterbucket House of Frasier. Helv.. melurinn hefur því verið að skemmta sér í útlöndum án þess að láta Sósa vita og það mun hann fá borgað tilbaka þó síðar verði. Sósi gat nú ekki stillt sig um að slá á þráðinn hjá Neglunni og þá hafði hann þetta um málið að segja. "Blessaður mar, ég fór nú bara í dags skreppitúr með strákunum og þá hittum við óvart þessa elsku sem vildi allt fyrir okkur gera. Ég leifði henni því aðeins að klappa ljóninu og svo var það búið. Einar varð bara aðeins of fullur og þegar það gerist þá verður hann að rífa sig úr fötunum, þetta var bara eitt af þessum skiptum" sagði Elías og svo var hann rokinn út í sjoppu að kaupa sér eilífðarkúlu og monzter fizz.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Karolina Katla Oliversdottir is born!

Litla stýrið fæddist kl. 12:45 að frönskum tíma þann 21. okt. síðastliðinn. Hún var rúm 3,5 kg. og heilsast henni og móður Maríu vel að sögn innfæddra. Við hér á Sósi.is óskum Oliversson family alls hins besta og vonum að þau ali barnið upp við Guðhræðslu og góða siði.

Yfir og út!



Saga sæta 4 ára!

Þann 30. október síðastliðinn varð Saga okkar 4.ára og hélt hún upp á afmælið sitt á Fossagötunni með pompi og prakt. Móðir hennar frú Rakel Loðmfjörð sá um veigarnar og fórst það henni einkar vel úr hendi. Var það mál manna að aldrei hefði verið borin fram jafn glæsileg afmælisterta og við þetta tilefni. Við hér á Sósi.is óskum því Lommunni til hamingju með árangurinn og Sögu með afmælið, þær lengi lfi, húrra, húrra, húrra!


miðvikudagur, október 25, 2006

Rakel og Donald Krump

Donald bauð síðan Lommunni upp í dans eftir matinn og lét vel af kellingunni. Lomman lét nú ekki eins vel af gamla hróinu, fannst hann illa lyktandi og kollan hans flæktist alltaf í eyrnalokknum.


Þökk sé Donald Krump!

Þessi mynd er tekin úr hóteli sem heitir Mandarín eitthvað. Þarna fengum við okkur síðdegisverð og svellkallt hvítvín ásamt Donald Trump og druslunni hans. Donald var bara hress og bað að heilsa til Íslands. Hann lét okkur hafa smá skilding svo við gætum greitt fyrir reikninginn.
New York, New York!

Sósinn og Lomman hans skruppu mjög svo óvænt til New York um helgina og skemmtu sér stórkostlega. Þessi borg er alveg geggjuð og ekki mun líða langur tími þangað til parið heimsækir New Yorkbúa heim aftur. Við tókum túristarúntinn á þetta fyrsta daginn, fórum og skoðuðum svæðið þar sem turnarnir hrundu 9/11, frelsisstyttuna og Ellis Island, Time Square, Wall Street og bara allann pakkann. Fórum fínt út að borða og drukkum mikið GOGT, bjór, hvítvín, Bloody Mary en slepptum Grappa í þetta skiptið. Við versluðum slatta en fórum þó ekkert yfir strikið. Sem sagt, skemmtum okkur vel með góðum félögum og ætlum okkur að koma aftur mjög fljótlega.

miðvikudagur, október 18, 2006

Það er fallegt á Grænlandi!


Sósi slafrar í sig eista á Grænlandi!

Það er ýmslegt sem menn láta plata sig út í. Sósi lét Svenna plata sig til þess að kyngja eistanu úr tarfinum sem hann skaut á Grænlandi. Svenni laug því að Sósa að það væri siður að slafra í sig kynfærunum eftir að maður skyti sitt fyrsta dýr. Sósi kann Svenna litlar þakkir fyrir og hugsar honum þegjandi þörfina.

Sósi skýtur allt í spað á Grænlandi! Sósi fór til Grænlands á dögunum í þeim tilgangi að veiða fisk og skjóta Hreindýr. Það heppnaðist vonum framar og veiddi Sósi tugi fiska og skaut 120 kg. tarf. Eins og Sósa einum er lagið skaut hann tarfinn með stæl þ.e.a.s. skaut hann í tætlur. Sósi skaut 7 skotum á kvikindið 4 þeirra hittu í mark en þrjú enduðu annað hvort í öðrum hreindýrum eða úti í sjó. Sósi skaut meðal annars hornið af tarfinum (sem hefur samkvæmt heimildum aldrei verið gert svo lengi sem elstu menn muna) skaut það í nefið, rassgatið og að lokum í miltað. Eftir þennan atgang Sósa var þó tarfurinn ekki dauður og endaði með því að Sósi þurfti að stinga hníf í heilann á dýrinu og skera það á háls. Annars var þessi ferð eitt ævintýri og góðir félagar með í ferð.

fimmtudagur, október 05, 2006



Á morgun ætlar Lommukvikindið að fara að hitta samnemendur sína úr gaggóvest í tilefni af því að nú eru 20 ár síðan þau útskrifuðust úr Hagaskóla. Þetta var á sínum tíma asskoti föngulegur hópur, en hefur í aldanna rás látið mjög á sjá svo að eftir er tekið. Þessi árgangur er oft kallaður Don Millet árgangurinn, og helgast sú nafnagift af því ástfóstri sem þessi kvikindi tóku við Don Cano íþróttagalla og Millet skíðaúlpur, sem voru aðal tískuflíkurnar á þessum tíma. Við hér á Sósi.is erum búnir að grafa upp gamla mynd af Lommukvikindinu þar sem hún er stödd í unglingadrykkjupartí dauðans einhver staðar í vesturbænum. Veskú!
Áræðanlegar sannanir um gróðurhúsaáhrif og hækkun hitastigs á jörðinni.

Rannsóknarteymi frá Sósa.is hefur fundið áræðanlegar sannanir fyrir því að gróðurhúsaáhrif hafa haft áhrif á hækkun hitastigs jarðar. Niðurstöður teymisins er hægt að skoða á línuritinu hér til vinstri á síðunni.

miðvikudagur, október 04, 2006

Valkyrja tælir Sósa til ástaratlota!
Sósi skellti sér ásamt fylgdarliði sínu á ylströndina í Nauthólsvík um helgina og átti þar góðar stundir. Þarna voru börn að leik og unglingar í sleik eins og venjan er, en eitt var það þó sem stakk verulega í stúf á ströndinni, en það var þessi húsfreyja úr vesturbænum sem spókaði sig þarna berbrjósta í norðan nepjunni. Sósi gat ekki stillt sig um að ná tali af þessari valkyrju sem lá þarna í -4 gráðum með allt niður um sig. Sósi spurði húsfreyjuna því hverju þessi endemisvitleysa sætti. "Ég er nýkomin úr aðgerð og er að láta sílikonið stífna í nepjunni samkvæmt læknisráði" sagði konugarmurinn við Sósa og sneri harkalega upp á hægri geirvörtuna á meðan hún nartaði eggjandi í kanilsnúð á kanntinum og ögraði Sósa í leiðinni til samræðis við sig. Sósa fannst þetta atgervi konunnar hjákátlegt og ullaði því á hana með óbragð í munninum.
Hve gröð er vor æska!
Þessi mynd var einnig tekin um síðustu helgi en hún tengist á öngvann hátt framkvæmdunum á Fossagötu 8. Þessi mynd var tekin á Ingjálshvoli. Hve gröð er vor æska?
Allt að gerast á Tossagötu 8!
Nú eru framkvæmdir í Sósa- og Lommukoti á síðustu metrunum. Einungis eftir að klára parketið og svo eitthvað smá snöfl. Hérna kemur nýjasta myndin sem tekin var um síðustu helgi.
Svenni og Gurrý endurnýja heitin!
Svenni og Gurrý vinafólk Sósa og Lommu tóku þá afdrifaríku ákvörðun á dögunum að láta pússa sig saman á ný og staðfesta heitin sem þau gáfu hvort öðru fyrir aldarfjórðungi eða svo. Svenni tók ekki annað í mál en að vera með haglarann við athöfnina enda hann hátt skrifaður hjá málaranum, skör hærra en kerlinginn. Gurrý brást hin versta við þessari vitleysu í karlálftinni og hótaði honum öllu illu ef hann léti ekki af þessari vitleysu. Það var ekki neinu tauti komið við kauða og því ákvað Gurrý að mæta með riffilinn hans pabba síns og sjá þannig við karlinum. Þessi mynd var tekin við þetta hátíðlega tækifæri og ekki annað að sjá en að Gurrý sé ánægð með ráðahaginn og riffilinn, en ef ráðið er í svipinn á Svenna er það deginum ljósara að hann hefur þurft að lúta í gras fyrir kellu enn einu sinni.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Framkvæmdir standa enn yfir í Sósa og Lommukoti!
Nú fer vonandi að koma að verklokum í Sósa og Lommukoti, en þessa dagana eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á verkið. Nú á eftir að leggja parket, setja upp hurðar, setja upp vaska, klósett og blöndunartæki. Þessu ætti að vera lokið um mánaðarmótin (give or take a week).
DABBI MAGG SKELLTI SÉR Á HRÓARSKELDU MEÐ STEBBA SCARFACE!
Dabbi Magg sendi Sósa þessa mynd á dögunum þar sem hann var staddur á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku ásamt vini sínum Stefáni Scarface. "Við ákváðum að skella okkur félagarnir og rifja upp gamla tíma úr Þórsmerkurferðum. Þetta var alveg frábært og ekki að sjá að við félagarnir hefðum gleymt einu né kleinu. Við tókum þetta stíft að venju og rokkuðum feitt allann tímann, náðum að klófesta nokkrar kellingar og fórum með þeim í allskyns stellingar inn í allar fellingar mar." Sagði Dabbi við Sósaavisen í léttu spjalli á Keflavíkurflugvelli er þeir félagar komu til baka úr sollinum. "Við förum poþþétt aftur, e akki Dabbi" sagði Stefán hálf tannlaus við Dabbann er Sósi kvaddi þá með virktum út á velli.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Dabbi Magg er mættur á klakann!
Sósa voru að berast þær yndislegu fréttir að Davíð Magnússon sé kominn aftur á klakann og ætli sér að setjast hér að ásamt spúsu sinni henni Nínu stuð. Magnús Jr. er víst líka með í för. Þetta eru mjög svo skemmtilegar fréttir enda Dabbi Magg með eindæmum skemmtilegur kall sem hefur haft víðtæk áhrif í íslensku samfélagi með hressleika sínum og skemmtilegheitum. Við bjóðum Dabba og Nínu velkomin með þessum orðum "Íslands farsældar frón kæru hjón"
Geðsiggi étur á sig gat!

Núna hefur Sósinn ekki bloggað í marga mánuði vegna anna við að reisa sér hurðarás um öxl. Sósi hefur í hyggju að endurvekja Sósablogg með haustinu og því getur fólk farið að setja sig í stellingar. Sósi fór í Eddubústað um síðustu helgi og er það nú kannski ekki í frásögur færandi, en hitt er þó færandi í frásögu að Geðsiggi (sonur Sósa) át svo rosalega yfir sig í bústaðarferðinni að hann vaknaði um miðja nótt og þurfti að æla öllu draslinu sem hann hafði látið ofan í sig um kvöldið. Hérna kemur smá sýnishorn af því sem Geðsigginn át um kvöldið "Tveir hamborgarar, 4 burritos lengjur, 2 lítrar af kók, einn Dorritos flögupoku og einn dúnkur af Salsa sósu með, einn Maaruud flögupoki, einn frostpinni, ís í boxi (tveir lítrar), súkkulaði o.m.fl. Læt hér fylgja mynd af Geðsigga þegar hann var um það bil að setja í sig restarnar af ísboxinu.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Egill Helgason í silfrinu?

Þessari mynd náðu útsendarar Sósa í fyrradag af Agli Helgasyni nýkomnum úr lagningu á hárgreiðslustofunni MOJO. Blaðamenn þekktu í fyrstu ekki kauða, en hann kom upp um sig þegar hann tók til máls við stöðumælavörð sem gerði sig líklegan til þess að setja sektarmiða á rúðuþurkuna á bílnum hans. Hann er orðinn helvíti svínslegur kallinn!

föstudagur, maí 19, 2006

Sósi með her manns í vinnu!

Sósi og feiti málarameistarinn!
SAGA SÆTA Á FOSSÓ
Svakalega er orðið langt síðan Sósinn bloggaði síðast. Það er allt búið að kreisí að gera, bæði í vinnunni og við framkvæmdir í Sósakoti. Sé fram á að það verði nú ekki mikið bloggað fram í júlí en þá lofar Sósinn að koma aftur sterkur inn. Set núna inn nokkrar myndir af framkvæmdum í Lommu(verður víst að hafa hana með) og Sósakoti.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

FOSSAGATA 8 KOMIÐ Í HENDUR RÉTTMÆTRA EIGENDA EFTIR MÖRG MÖGUR ÁR!

Jæja þá er það komið á hreint, Fossagata 8 kemst aftur í hendur réttra eigenda á morgunn þegar skrifað verður undir kaupsamninginn. Þá verður nú tími til þess að skála og gleðjast, það ætla Sósinn og Lommukvikindið allavega að gera.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Sprelías hrúgar upp húsi í Garðabænum!

Elías Illugason keypti sé lóð í Jóns landi Ólafssonar fyrir ekki alls löngu. Elías hefur verið að grobba sig út um allan bæ að hann ætli sér að reisa þar 400 fermetra höll sem muni ekki eiga sér hliðstæðu á öllu landinu. Elías hefur nú hafið framkvæmdir við óðalið og er fronturinn að verða klár. Sósi tók hús á sprellanum í gær þar sem hann var að ljúka við að múra allra stærstu götin svo það myndi nú ekki gusta of mikið um Birnuna hans. "Pabbi er að hjálpa mér í þessu allra grófasta" sagði Sprellinn við Sósa er Sósi gerði hróp að þeim feðgum þar sem þeir voru við vinnu sína í einkar fagmannlegum vinnupöllum sem bróðir hans Elíasar hafði klambrað upp daginn áður. Ekki var betur séð en þeir feðgar væru hálf rakir við vinnu sína, enda kannski ekki annað við hæfi í norðan áttinni.

mánudagur, apríl 03, 2006

Þá er Sósakot loksins komið á sölu, áhugasamir kaupendur geta litið herlegheitin augum á þessari vefslóð http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=196996.

föstudagur, mars 31, 2006

Fuglaflensuafbrigðið H2o15c finnst í blökkumanni í Reykjavík!

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum okkar hér á Sósi.is, þá er fuglaflensan komin til Íslands og virðist hún við fyrstu skoðun vera hið skæða afbrigði H2o15c, sem gerir víst útaf við menn á nokkrum dögum. Þessi ólukkulegi svarti maður varð fyrir því óláni síðastliðinn miðvikudag að sleikja dauðann svan á tjörninnni í Reykjavík og það var ekki að sökum að spyrja, flensan helltist í hann. Hann hefur átt frekar dapra viku blessaður en læknar segja að þessu fari nú sennilega að ljúka og manngarmurinn muni sitja á hárri rönd við hlið Guðs almáttugs öðru hvoru megin við helgina.

mánudagur, mars 27, 2006

Útvarp hjá Sósa í Mývatnssveit!

Sósi fór á fjöll um þar síðustu helgi og lét til sín taka jafnt á láglendi sem hálendi. Einu sinni sem oftar í ferðinni þá varð Sósa brátt í brók í fallegum fjallasal. Þá var ekki um annað að ræða en að taka eitt stykki "útvarp". Sósi varð sér því úti um eitt stykki mjaltafötu, skellti sér úr brókinni og skellti glerungshvítum rassinum á dósina og kláraði dæmið með reisn. Svo mikil voru lætin er varpið náði botni að það undirtók í fjöllunum og fé hljóp dauðskelkað til fjalla. Urðu þar bændur fyrir töluverðum búsifjum enda er hrætt fé sama sem glatað fé.

mánudagur, mars 13, 2006

Sósi rokkaði feitt á Búðum um helgina!

Sósi og Lomma fóru á Hótel Búðir um helgina og höfðu það býsna gott. Hjónakornin borðuðu góðan mat, dreyptu á dýrindis vínum, fóru í gönguferð og nörtuðu í hvort annað þess á milli. Sósi lék við hvurn sinn fingur og fór í sparigallann þegar rökkva tók eins og sést á meðfylgjandi mynd. Helgin var í alla staði frábær hjá þeim hjónum, en voru þó á því að fara fyrr að sofa næst er gist yrði á Búðakletti.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Barðið sem Sósi varð fyrir barðinu á!

Barðið sem barði Sósa

miðvikudagur, mars 01, 2006

Greyið!
Sósi á leið í þyrluna!

Sósi hefur nú ákveðið að birta nokkrar myndir af því þegar hann slysalega slasaði sig á fjöllum einn góðviðrisdag í janúar.
Þar sem Bobbysocks eru, þar er Elli negla líka!

Elías Illugason oft nefndur Elli Negla eða Sprelías er samkvæmt norskum ISO staðli aðdáandi kerlingarhljómsveitarinnar Bobbysocks númer eitt. Það kom því öngvum á óvart er Elli mætti með þær stöllur upp á arminn í eftirpartí eftir söngvakeppnina hér heima. "Þeim verður skellt í söðulinn í morgunsárið og síðan verður tekin gandreið að íslenskum sið. Meira að segja aldrei að vita nema við ríðum berbak" sagði Sprelli við blaðamenn Sósi.is sem voru að sjálfsögðu á staðnum og fylgdust grannt með fræga fólkinu sötra tonicið sitt. Það sást síðan til Elíasar á Þingvöllum undir morgunn, þar sem hann þeysti um á fögrum skjóna um grænar grundir. Ekkert sást þó til Bobbysocks enda stóð mikill jóreykur aftan úr Sprellanum sem nota bene reið berbak eins og óður væri.

mánudagur, febrúar 20, 2006

FRISSI HÆTTUR AÐ HIRÐA SIG!

Sósi og spúsa hans til margra ára Lomma Lokkafagra gerðu sér ferð í Garðabæin í vikunni til þess að taka hús á foreldrum Lommunar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en hitt er þó hægt að færa til bókar að Frissi sonur Asks og Emblu (sem eru hundar) hefur látið verulega á sjá frá því í síðustu heimsókn. "Hann er bara hættur að hirða sig og það er engu tauti við hann komið lengur" sagði húsfreyjan í Blikanesinu er Sósa og Lommu varð starsýnt á kvikindið.
FUGLAFLENSUKSKÍTURINN ER KOMIN Á KLAKANN!

Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að heljarinnar flensa herjar nú á fiðurfénað víða um heim. Þessi flensuskítur hefur þann eiginleika að leggjast á menn, og ef það gerist er sá hinn sami óðara kominn undir græna torfu. Allir eru því orðnir skíthræddir við flensuóværuna og óttast að henni kunni að slá niður hérlendis. Sósi fór því með kíki í eftirlitsferð upp í Öskjuhlíð til þess að skimast um eftir flensunni, og viti menn fugl með flensu flaug fram hjá haukfránum augum Sósu um stundarfjórðungi eftir að Sósi hafði komið upp eftirlitsbúnaðinum. Stefndi óværan inn að tjörninnni í miðbæ Reykjavíkur og má því búast við að fólk eigi eftir að verða vart við flensaðar endur á tjörninni næstu daga. Sósi sjálfur hefur þó öngvar áhyggjur af flensunni enda borðar Sósi skyr og tekur lýsi á hverjum einasta degi og þarf því ekkert að óttast.
Nú er mál að linni!

Það er búið að vera eitthvað fjandans ólag á bloggernum þannig að Sósi hefur ekkert getað bloggað í langan tíma. Núna virðist þetta þó komið í lag og því ætti nú að vera hægt að taka til óspilltra málanna. Hvernig er annars með þessa menn sem aðhyllast kenningar Muuhameðs spámanns, á ekkert að fara að hætta þessu væli? Sósi segir, nú er mál að linni!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Heimur hríðversnandi fer!
Það er alveg með ólíkindum hversu mikið af dilkum þessi myndbirting Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni hefur dregið á eftir sér. Það ætlar allt um koll að keyra í austurlöndum fjær og þó víðar væri leitað. Múhameðstrúarmenn réðust til að mynda inn í danska sendiráðið einhvers staðar í rassgati, brutu allt og brömluðu og kveiktu svo í öllu klabbinu alveg kolvitlausir og geðvondir út í Jótlandspóstinn. Verst var þó að þeir kveiktu í einum félaga sínum í leiðinni, en voru þó ekkert að gráta það neitt sérstaklega enda alltaf einhver fórnarkostnaður í slíkum aðgerðum. Allar sjónvarpsstöðvar eru uppfullar af fréttum af pirruðum múslimum sem eru alveg hoppandi, skoppandi reiðir útaf þessu öllu saman og vilja fá formlega afsökunarbeiðni frá Jótlandspóstinum og dönskum stjórnvöldum sem Sósi skilur ekkert í að þeir skuli ekki vera búnir að fá fyrir lifandis löngu. Sósi biður nú alla Limi, Dani og alla þá sem að málinu koma að ná fram sáttum og hætta að rífast!

mánudagur, febrúar 06, 2006

Lomman bregður á það ráð að éta teninginn þegar hún er að tapa í Trivial fyrir Sósa!
Eitt yfirnáttúrulega fyndið gerðist í húsi Sósa um jólin. Sósi og Lomma ákváðu einn daginn á milli jóla og nýjárs að grípa í spil og varð Trivial Pursuit fyrir valinu. Ákveðið var áður en spilið hófst að sá/sú sem myndi lúta í lægra haldi skyldi héðan í frá verða kallaður/kölluð "vanviti" af öllum á heimilinu og því til mikils að vinna eða réttara sagt tapa. Hófust nú leikar og mátti varla á milli sjá hver færi með frumkvæðið, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum hallaði þó frekar á Sósa. Sósi tók nú á það ráð að sækja í búrið það sem eftir var af jólabjórnum og snakkinu til þess að slá Lommuna útaf laginu enda Lomman fræg að endemum fyrir bjór og snakkát. Það var þó ekki til eins mikill varningur í búrinu eins og Sósi gerði ráð fyrir, enda varð Sósahús fyrir miklum búsifjum á milli jóla og nýjárs er óvelkomnir gestir teiguðu öl og bruddu snakk eins og þeir ættu lífið að leysa. Þó var til kippa af bjór og 5 kg. af snakki sem Sósi skellti hróðugur á borðið fyrir framan Lommuna og sagði "Éttu nú Lommutetur eins og þú getur í þig látið" Þetta snilldarbragð Sósa gekk eftir og nú tók Lomman að raða í sig snakkinu og teiga ölið í lítra vís. Við þetta riðlaðist leikur Lommunar og Sósi var komin með hana upp að vegg á augabragði. Þetta fór verulega í taugaendana á Lommutetrinu og nú bruddi hún snakkið sem aldrei fyrr. Svo mikið gekk á, að á endanum þá tók hún teningin í misgripum fyrir snakkið og byrjaði að bryðja hann af áfergju. Það leið þó nokkur stund áður en Lomman áttaði sig á því hvað hafði gerst, en þá höfðu endajaxlarnir styst um 0,5 cm (við erum að tala um grafít tening).
Þetta fannst Sósa og Lommunni agalega fyndið og sættust því umsvifalaust á jafntefli enda nánast um pattstöðu að ræða.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Sleðinn sem sló Sósa í bakið er komin í yfirhalningu og mun brátt fá sitt upprunalega útlit á ný!

Sósi er nú allur að braggast og er að spá í að setja í gríngírinn í næstu viku. Síðustu vikur hafa farið í það að ná bata og liggja uppi í rúmi eins og skata. Nú ætlar Sósi loksins að fara í það að viða að sér efni til þess að gera grín að vinum og vandamönnum því af nógu er að taka. Tékkið á þessu http://www.flurl.com/uploaded/Eurovision_lagid_55040.html Þetta er lagið sem Silvía Nótt syngur næstkomandi laugardag í forkeppni Eurovisionkeppninar. Þetta lag er nokkuð skondið og því spáir Sósi því sigri í keppninni, bæði hér heima og erlendis.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Sósi á glænýjum SKI-DOO renegade 600 mxz!

Þessi mynd var tekin af Sósa rétt áður en hann keyrði sleðann í klessu. Takið eftir því hvað Sósi er reffilegur á tryllitækinu, geri aðrir betur.
Sósi kátur sem slátur!

Þetta er mynd af Sósa er hann var á Lannsanum í góðum gír. Það var mikil stemmning á spítalanum allan tímann og voru allir á deildinni hinur hressustu. Náunginn sem lá í næsta rúmi við Sósa var sá eini á deildinni sem ekki var hress og hafði Sósi af því nokkrar áhyggjur. Sósi spurði því veslinginn hverju sætti og hvað hefði komið fyrir hann. Hann svaraði því til að hann hefði reynt að kála sér en mistekist og hló að því sögðu alveg brjálæðislega svo skein í skorið lungað á honum. Sósi spurði hjúkkurnar hvort að slíkir menn ættu ekki að vera vistaðir á geðsjúkrahúsi en þeim fannst hann bara algert krútt! Djös rugl mar!
Sósi á ferð og flugi!

Jæja þá er Sósi loks komin á lappir og allur að hressast. Myndin hér að ofan var tekin er Sósi lagði upp í hina afdrifaríku ferð þann 16. janúar síðastliðinn sem næstum dró kallinn til dauða :( Þarna var allt í lukkunar velstandi og Sósi brattur að vanda. Það átti nú eftir að breytast hálftíma síðar er Sósinn keyrði inn í árbakka og endasentist eina 23 metra.

föstudagur, janúar 20, 2006

Sósi var rétt í þessu að fá frábærar fréttir, "þú mátt fara heim í dag Sósatetur" sagði læknirinn við Sósa þegar hann vaknaði í morgun. "Slettu í þig hafragrautnum og skelltu þér í sturtu, síðan ætla ég að þukla þig aðeins og þá ert þú bara klár í slaginn" sagði doktorinn og brosti út í annað. Læknirinn sagði einnig að Sósi væri mikið hörkutól og hann teldi að það hefðu ekki margir sloppið eins vel út úr þessu slysi eins og Sósi gerði. Læknirinn telur Sósa vera ofboðslega vel byggðan og hafi því verið betur í stakk búinn en flestir aðrir að taka við slíku höggi eins og Sósi fékk í bakið á sunnudaginn. Læknirinn sagði að höggið hefði verið svo mikið að hjartað hefði gefið frá sér slatta af ensímum, en það gerir hjartað bara ef það verður fyrir einhverju meiriháttar áreiti. Þannig að Sósi má teljast heppinn að hafa sloppið með sekkinn í þetta skiptið.
Nú ætlar Sósi að fara að hafa sig til og klæða sig í kjól og hvítt enda búin að hangsa hér á Lannsanum í næstum heila viku. Verð samt að koma því á framfæri að starfsfólkið hér er sjúklega meiriháttar!
Set bráðlega inn myndir af Sósa á Lannsanum, slysinu o.fl.
Yfir og út!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Sósi er miður sín þessa stundina. Hann var að fá þær fréttir að hann fær ekki að fara heim til Lommu sinnar í kvöld heldur þarf að bíða morgundagsins og þá mun læknagegnið skera úr um hvort Sósi sé í það góðu ástandi að hann fái að fara heim. Sósi hafði hlakkað mikið til að komast upp í rúm til Lommunar og kenna henni Sósasiði sem Lomman hlýtur að vera farin að gleyma. Sósi hefur ekki sést í rekkju Lommunar í næstum viku og fer það að nálgast met ef vel er að gáð. En það þýðir ekkert að grýta Björn bónda, það er jú bóndadagurinn á morgun og þá verður stjanað við minn mann á alla kanta. Stórslasaður bóndi á bóndadegi hlýtur að fá afar sérstaka yfirhalningu af hálfu spúsu sinnar, það var Sósa allavega sagt í gamla daga.
Annars er það að frétta af bata Sósa að í gær var tekin út úr bringunni á honum 12 cm löng slanga sem þjónaði þeim tilgangi að sjúga í burtu allt vatn og blóð sem kom frá lungna. Lungað virðist hafa jafnað sig nokkuð vel og það lítur allt mjög vel út. Hjartað í Sósa gaf frá sér slatta af ensímum þegar hann fékk högg á bakið en það gerist víst oft eft hjartað hreyfist eitthvað örlítið. Engar skemmdir hafa fundist á innri líffærum og þar virðist allt vera í gúddí. Hjúkrunarfræðingurinn er þegar búin að minnka mænudeyfinguna úr 6 ml niður í 2 og því hafa verkirnir vegna rifbeinanna aukist til muna. Áætlunin er sú að mænudeyfingin verði tekin í dag og þá á Sósi bara að bryðja töflur út í eitt. Sósi er að vona ef hann bítur fast á jaxlinn og verður ekki með neitt kerlingarvæl að hann fái að fara heim í dag, ef ekki í dag þá á morgun enda verður maður ekki á spítala á bóndadaginn ónei. Fólk hefur verið duglegt að heimsækja Sósa (þó ekki allir) og hafa sumir komið hér dag eftir dag og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Það er ekki skemmtilegt að kúldrast á spítala daginn út og daginn inn, maturinn frekar vondur og svo er ég á hjarta og lungnaskurðdeild og því ekki mikið um partý eða annan gleðskap. En Sósi stefnir á góðan bata á mettíma, ætlar sér að verða komin í ræktina í næstu viku (allavega í pottinn) og aldrei að vita nema ég láti sjá mig í vinnunni.

Ný hefur Sósi legið á milli heims og helju á Lannsanum síðan á sunnudaginn og fer líðanin hríðversnandi. Er Sósi ætlaði að bjóða til blaðamannafundar í gær til þess að skýra út fyrir almenningi í hversu djúpan skít Sósi væri komin í tók einhver kall sig til á stofunni við hliðina á Sósa og blés einnig til blaðamannfundar og meira að segja á undan Sósa. Sósi varð við þetta öskuillur og spurði mannfjandann hvurju sætti þá svaraði hann því til að hann væri pólipíkus og þeir væru svo ofboðslega vinsælir að fólk hreinlega þyrfti nauðsynlega að fá fréttir af þeim á 10 mín fresti, sérstaklega ef eitthvað kæmi fyrir þá. Sósi hrópaði á þetta græna flak sem lá þarna í rúminu og spurði hann hvort hann vissi ekki hver Sósi væri. Hann þóttist nú kannast við nafnið en aldrei lesið neitt eftir þann ágæta höfund. Er Sósi var að horfa á fréttir í gærkveldi þá var klukkutímaþáttur um þennan græna kall sem lenti í bílslysi en öngvar fréttir af óförum hins mikla Sósa. Sósi bara hreinlega skilur ekkert í því að enginn hafi mætt á blaðamanafundinn og er hálf sár yfir því auk þess að vera allstaðar aumur sniff, snökt. Myndin hér að ofan var tekin við það tækifæri er ég og Steingrímur rifusmst um hvor ætti að hafa blaðamannafund að undan.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Sósi lenti heldur betur í því síðastliðna helgi. Kallinn skellti sér í sinn fyrsta vélsleðatúr sem endaði með ósköpum eins og ferðir Sósa vilja svo oft gera. Sósi keyrði á barð á sleðanum og hentist eina 23 metra (sem er víst nýtt met). Upp úr þessu hafði Sósi 6 brotin rifbein og samfallið lunga auk annarra smærri áverka sem ekki tekur nokkur tali að nefna. Þannig að nú liggur aumingja Sósi á Lannsanum og getur sig hvergi hreyft og æmtir og skræmtir við minnstu hreyfingu. Sósi er þakklátur öllum þeim sem lagt hafa leið sína til þess að heimsækja goðið og þeir hafa verið ófáir. Hér hefur verið mikið glens og gaman og alls ekkert leiðinlegt að liggja hér á lansanaum, enda fádæma gott starfsfólk hér að sinna Sósa.
Nú er mér orðið svo illt í bakinu að mér finnst mál að linni, kem með nánari upplýsingar af slysförum mínum seinna auk mynda af þyrlunni með Sósa inn í og ýmislegt annað.

miðvikudagur, janúar 11, 2006


Ekki fyrir alls löngu flutti ungur drengur að nafni Davíð Magnússon til útlanda ásamt börnum og buru. Ekkert hefur spurst til þessa unga pilts í all langan tíma og voru menn farnir að hafa af því áhyggju að hann gengi ekki lengur beinn þegar það snjóar. En nú hefur Sósi ásamt hinni alræmdu blaðamannasveit sinni komist á snoðir um afdrif Dabba. Davíð virðist samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa komið sér vel fyrir í Kanada og líkar vistin þar vel. Hann er meira að segja komin með sitt eigið herbergi þar sem hann getur dundað sér fjarri skarkala heimilisins og sinnt öllum sínum tómstundum óáreittur. "Hann innréttaði þetta alveg sjálfur" sagði Gudda eiginkona Dabba er hún var innt eftir smekklega stílfærðu herberginu.

Sósa var rétt í þessu að berast það til eyrna að framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins Arnþór Helgason hafi verið rekinn vegna þess að hann hafi í óþökk stjórnar félagsins ráðist í umfangsmikla framleiðslu á fjórhjóladrifnum fjallahjólastólum sem kostuðu 5 milljónir stykkið í framleiðslu. "Hevvítið hann Addi er búin að jósa öllum aurunum sem voru til í bandalaginu í eitthvað algjört húmbúkk og talar ekki við pung né rest" sagði Sigurður Másandi formaður bandalagsins við Sósa er hann sló á þráðinn á honum í morgunsárið.

Nú hefur Sósi legið í sukki og svínaríi yfir jól og áramót og ekkert látið frá sér heyra. Sósi er því komin með gríðarlega feitt samviskubit yfir þessari löngu þögn og hefur því ákveðið að koma sér í gírinn á ný. Margt dreif á daga Sósa yfir hátíðarnar og mun það verða tíundað á næstu dögum. Eitt af því sem Sósi bjástraði við yfir hátíðarnar var að setja í framleiðslu nærfatnað sem lengi hefur staðið til að setja í framleiðslu. Þeir sem hafa áhuga á að eignast slíka flík eru beðnir um að setja sig í samband við Sibbu Sím í Síma 5553145 en hún hefur veg og vanda af framleiðslunni.