þriðjudagur, mars 04, 2008

Afmælisbörn dagsins

Afmælisbörn dagsins í dag eru Otto Tynes og keðjusagamorðinginn Gunnar Hansen öðru nafni Leatherface.
Við hér á Sósi.is óskum strákunum innilega til hamingju með daginn.
Glímudrottningin frá Kanada áður sést á Sósabloggi

Glímudrottningin Trish Stratus sem ætlar að glíma við íslandsmeistarann okkar í glímu annað kvöld, hefur áður komið fyrir á Sósasíðu og þá sem viðbjóðsleg kelling sem rak á fjörur strandamann þann 15 mars árið 2005. Hér fyrir neðan er linkur á síðuna.

http://skarisig.blogspot.com/search?q=vi%C3%B0bj%C3%B3%C3%B0slega+kellingu
Fjölbragðaglímudrottning í heimsókn

Glímudrottning Íslands, Svana Hrönn Jóhannsdóttir tekst á við sjöfaldan World Wrestling Entertainment meistara, kanadísku glímudrottinguna Trish Stratus annað kvöld í glímuhúsi Ármanns. Sósi hvetur alla glímuáhugamenn að mæta og styðja sína konu. Sósi vonar svo innilega að íslenska valkyrjan pakki sílikonsprengjunni saman og sendi hana með sjúkraflugi heim til Kanada.

Allt í bál og brand í bönkunum

Vilja fá milljón fyrir partýdruslumyndir!

Vinkonurnar og partýstuðsdruslurnar Inga Swinger Pungdal og Birgitta Sundsvall ætla sér að fara í mál við fréttaskýringaritið Séð&Fáheyrt útaf myndum sem birtust af þeim í sleik við ljótasta leikstjóra í heimi Quentin Tarantúla á Spítalastígnum á dögunum. "Ég meina a sko, ég á kærasta ef þú villt vita það. Ég var sko ekkert í sleik við hann, var bara að skila tyggjóinu sem ég fékk lánað hjá honum fyrr um kvöldið" sagði Inga Swinga Punga og klóraði sér letilega í skutnum er Sósi tók hús á dífunum í gærkvöldi.
Eiríkur Jónsson ritsjóri sagði að myndbirtingin hefði verið í fullu samræði við stúlkurnar og að þær hefðu látið blaðinu myndirnar í té af fúsum og frjálsum vilja.
Þessu neita partúdruslurnar alfarið og segjast ætla að sækja mál sitt fast og af festu með alræmdasta partýstuðstískulögfræðing á landinu á sínum snærum. Sósi fékk að lokum að smella einni partýdruslumynd af þeim vinkonum með rassinn út í loftið eins og þeirra er siður á djamminu.
Össur var úti

Össur var heima að blogga alveg sama
Úr iðrum sínum eldi og eimyrju spjó
Svefndrukkinn augun voru til ama
Flöskuna teygaði og í knerrana hjó
Blogg, blogg, blogg sagði Össur á fótum
Blogg, blogg, blogg sagði Össur á fótum
Hnitmiðum orðunum trúi ég hann skjóti
Í aumingja Martein sem næstum því dó

Höfundur: SÓS

mánudagur, mars 03, 2008

Vertu til

Vertu til er Davíð kallar á þig
Vertu til að leggja hönd á plóg
Vertu stilltur því Bláa höndin á þig
Segðu já því það er alveg nóg (hey)

Höfundur: SÓS
Einelti?

Jónsi horfir til himins á ný

Jón Ó Jósep Jósep Sæbjörnsson söngvari, viðburðar cand. mag. og flugsveinn hefur tekið til starfa á ný sem flugsveinn hjá Icelandair. "Nú verður það bara kaffi, te, Saga Boutique?, í staðinn fyrir höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær sem gerði allt vitlaust hjá Glitni" sagði Jón Ó Jósep þegar Sósi spurði hann út í breytingarnar á starfsumhverfi hans.
Sósi fékk að smella þessari mynd af Jónsa í nýja vinnugallanum en þurfti síðan að rjúka enda átti Jónsi von á sætabrauðsdrengnum Jóa Fel og jarðaberjasúkkulaðisnúðnum Þorgrími Þráins í heimsókn.