þriðjudagur, maí 10, 2005


Sósi á vin í löggunni sem heitir Teddi. Sósi og Teddi eru báðir í ræktinni og hittast stundum við Boostbarinn í Laugum þar sem þeir fá sér saman "Massann" sem er vinsælasti drykkurinn á staðnum. Í gær bauð Teddi lögga Sósa að gerast lögga í einn dag. Sósa fannst þetta skemmtileg áskorun og skellti sér því í löggugallann í einn dag. Þessi mynd var tekin af Sósa er hann stjórnaði umferð við ein fáförnustu gatnamót Reykjavíkur. Sósa var ekki skemmt er bílarnir brunuðu framhjá og skeyttu ekkert um það hvort hann benti til hægri eða vinstri. Posted by Hello

Fyrir þá sem fýla brandara í leturfomi (krakkarnir í bókabransanum)!

Eins og venjulega fór Eddi snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og
steinsofnaði.
Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inn í
svefnherberginu,klæddan í hvítan kufl.

"Hvað í andskotanum er tu að gera í svefnherberginu mínu ?" segir Eddi
reiður.

"Þetta er ekki svefnherbergið þitt," segir maðurinn, "þú ert kominn til
himna og ég er Lykla-Pétur."

"HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ? Ég vil ekki deyja... ég er allt
of ungur og á eftir að gera svo margt," segir Eddi. " Ef ég er dauður
þá vil
ég að þú sendir mig til baka á stundinni!"

"Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur. Þú getur aðeins snúið
tilbaka sem hestur eða hæna. Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað.

Eddi hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er
örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn
með einhvern á bakinu, svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að
snúa aftur sem
hæna. Það væri ábyggilega letilíf.

"Ég vil snúa aftur sem hæna..." samstundis var Eddi kominn í hænsnakofa
með
fallegar fjaðrir og allar græjur. En almáttugur hva ð honum var illt í
afturendanum. Það var eins og hann væri að springa!

Þá kemur haninn....

"Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?

"Allt í lagi býst ég við" Svarar Eddi en mér finnst eins og rassinn á
mér sé að springa!

"Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?

Nei hvernig geri ég það?

"Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar haninn. Og Eddi
gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa. skömmu
síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu. "Vá segir Eddi þetta er
meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar og byrjaði að rembast og eitt
egg í viðbót liggur á gólfinu.


Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra: "Vaknaðu
Eddi, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm!


Mamma hans Sósa biður að heilsa öllum, hún er farin til Kanarí að drekka landa. Posted by Hello

Eins og flestir kannski vita, þá er Rakel byrjuð á fullu í ræktinni. Hún hefur verið mjög dugleg síðastliðnar vikur og fer eigi sjaldnar en fimm sinnum í viku. Rakel ákvað áður en hún byrjaði í ræktinni að kaupa sér alvöru leikfimigalla svo hún yrði ekki að athlægi á brettinu. Hún fór því til Halla í Henson og lét hann klæðskerasauma á sig leikfimiföt svo hún myndi hverfa í fjöldann og vekja litla athygli.  Posted by Hello

mánudagur, maí 09, 2005


Birna hans Elíasar var með grímuball um helgina, fyrir nemendur dansskólanns sem hún stýrir með harðri hendi. Allir nemendurnir mættu í glæsilegum búningum og var það mál manna að ballið hefði heppnast vonum framar ef frá er talið það uppistand er varð á ballinu er Elli skúrkur mætti á svæðið í búningi sem mamma hans saumaði upp úr nýjasta Burda blaðinu sem kom í hús fyrir skömmu. Elli skúrkur er bólfélagi Birnu til marga ára og hefur hann marga fjöruna sopið í þeim efnum. Elli sagði við fréttamenn er voru á staðnum að hann hefði alls ekki ætlað sér að skjóta krökkunum skrekk í dyngju, hann hefði einungis ætlað að ylja Birnu um hjartafæturnar með því að mæta sem leðurblaka í partýið. Myndin var tekin af Ella er Birna hafði fleygt honum út úr dansskólanum. Posted by Hello

Horfðu á þessa mynd í 10 mínútur og þú munt elska konuna þína eins og apríkósu. Posted by Hello

Andskotinn sjálfur?? Posted by Hello