föstudagur, júlí 09, 2004


Siggi var a? keppa ? g?r ? ?slandsm?tinu ? tu?rusparki og st?? sig me? eind?mum vel. ?g og kerlingar?lftin m?n f?rum me? S?gu litlu a? horfa ? og ?lftin gagga?i alveg eins og vifirringur allan t?mann. ?g ?urfti ? endanum a? tj??ra hana vi? staur 200 metrum fr? vellinum svo a? h?n hleypti ekki ?llu ? b?l og brand. Posted by Hello

miðvikudagur, júlí 07, 2004


Siggi vi? hli?ina ? rau?um Ferrari Posted by Hello

Fiskimannama?urinn me? fiskipriki? sitt og vei?isn?runa tilb?na. Lax? ? D?lum kallar og allt or?i? kl?rt. Posted by Hello

?g me? skegg Posted by Hello
Bloggið lifir!

Skari Sig Posted by Hello
Óskar Sigurðsson
Fór á sparktuðruleik með Sigga mínum í gærkveldi. Fyrsti sparktuðruleikur sem ég hef farið á í mörg ár og ég held að ég fari ekki á fleiri, allaveg ekki hér heima á fróni. Valur var að etja kappi við Stjörnumenn í þessum leik og verður að segjast eins og er að þessi leikur var vægast sagt arfaslakur þó svo að mörkin hafi verið fimm. Alveg hreint með ólíkindum hversu slakir við erum í þessum leik upp til hópa. Ég held að stelpurnar séu að verða betri í þessu en við strákarnir svei mér þá. Siggi var að vonum hundsvekktur enda ekki við öðru að búast, hans lið að keppa og þjálfarinn í liðinu. Valur komst að vísu í 2 - 0 í fyrri hálfleik en skitu síðan alveg upp á bak í seinni hálfleik og töpuðu leiknum 3 - 2 fyrir arfaslökum Stjörnumönnum. Við feðgarnir skemmtum okkur samt ágætlega saman á leiknum, átum snakk, drukkum kaffi og kók og fylgdumst með heimskum áhorfendum segja skoðun sína á dómaranum og leikmönnum. Alveg með ólíkindum hvursu margir vitleysingar safnast saman á svona íþróttaviðburðum. Ég segi það núna og ég hef alltaf sagt það, áhangendur íþróttaliða eru upp til hóla algerir vitleysingar og leiðinlegir með afbrigðum.
Bloggið lifir!
Rakst fyrir tilviljun á link inn á bloggsíðu mína sem legið hefur niðri síðan í febrúar. Alltaf gaman að lesa gamalt blogg. En nú er nýtt blogg í gangi sem mun endast allavega út daginn. Ég og atvinnukonan mín fórum í laxveiðitúr í síðustu viku og skemmtum okkur konunglega. Við vorum alveg eins og pro-veiðimenn í þessum túr, vöknuðum fyrst á morgnana og komum ávallt síðust í hús á kveldin. Okkur varð samt ekki skrápurinn úr læðunni því við settum ekki í neinn lax að þessu sinni. Það stendur þó allt til bóta því við erum að fara í annan laxveiðitúr í lok mánaðarinns. Þá ætlum við að renna fyrir stórfiska í Húnavatnssýslunni, nánar tiltekið í henni Blöndu gömlu. Þar munum við fiska sem aldrei fyrr. Aldrei hefur það komið fyrir að við höfum komið fisklausir úr Blöndu og förum því ekki að taka upp á því núna. Við verðum þarna á besta tíma og engin verður með síma í þónokkurn tíma en vonandi þurfum við ekkert að líma en þó má glíma og ríma að vild.
Jæja nóg af rugli og bulli í bili.