
"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
föstudagur, nóvember 03, 2006
Oliver kosinn maður ársins eða "Man of the Year" í Frakklandi
Olivier var rétt í þessu kosin maður ársins í heimalandi sínu Frakklandi. Hann varð fyrir valinu eftir að alþjóðleg dómnefnd hafði farið yfir myndir sem sendar voru í samkeppnina. María systir sendi víst þessa mynd inn, en hún var víst mjög ósátt við það hvernig Olivier hegðaði sér í hjólreiðatúr á síðasta ári þar sem hann lét hana sofa fyrir utan Rúmfatalagerstjaldið sem hann hafði dröslað með sér frá Íslandi 2003, en svaf sjálfur inni í tjaldinu ásamt hjólinu sínu. Sósi er alvarlega að velta því fyrir sér að gera sér ferð til Frakklands og taka í lurginn á ódáminum.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Elías gerir góðan díl á tombólu!
Þessi mynd var tekin af Elíasi er hann var að prufuróa bát sem hann keypti á tombólu gamalla sjómanna fyrr um daginn. Það var eftir því tekið að Elli lét Birnu róa en tók því sjálfur rólega í skut bátsins og klóraði sér makindalega í pungnum með glóandi tönn. Nokkrar rauðsokkur sem voru staddar á Reynisvatni í árlegri veiðiferð kölluðu að Sprelíasi að hann væri karlrembusvín. Hann lét það sem vind um seyru þjóta, opnaði einn kaldann og öskraði á Birnu "róðu kelling róðu".


Sósi hefur haft fregnir af því að Edda Útgáfa hf. ætli sér að gefa út smásagnasafn upp úr ævintýrum Sósa í gegnum tíðina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er fyrsta Sósabókin farin í prentun og er von á henni í búðir nú fyrir jólin. Sósi misnotaði eiginkonu sína til þess að komast yfir kafla úr bókinu "Sósi fer í veislu". Þessi fyrsta bók er skrifuð af Dröbbunni og er hún því ábyrg fyrir þessum kafla er birtist hér á eftir.
Bjarki og Sósi sofa svefni hinna drykkfelldu
"Dag einn er Sósa boðið í veislu. Þetta er mjög þjóðleg veisla og er uppáhaldsmatur Sósa á borðum – Sósi borðar mikið og Lomma líka, Lomma borðar meira en Sósi en hún spýtir ... Það er mikið fjör í veislunni og Sósi er ákveðinn í að fá sér svona pils eins og húsráðandinn var í ... Sósi smakkaði rosalega góðan drykk, sem kallast Grappa, hann drakk mikið af honum ...
Lomma var ofsa dugleg að dansa og tók sig vel út á naríunum ... en hvað er þetta er hún búin að verpa á sig eins gerðist einu sinni? Vinur Sósa, Sæti, var í miklu friðarskapi ... og ekkert að stríða Sósa
Heilinn var líka að dansa og slæðudansinn var henni mjög að skapi og Sósa fannst mjög gaman að horfa á slæðudansinn. Svo átti Sósi líka vini sem virtu hann ekki viðlits, voru bara að skilja hann útundan ... það fannst honum leiðinlegt og þau væri bæði, lítil, ljót, feit og í marki ... En besti vinur Sósa var þó Sunderland sem hér eftir mun alltaf vera besti, bestasti vinur hans og hann ætlar alltaf að koma í veislur til besta, bestasta vinar síns og næst ætlar hann að vera í pilsi eins og hann"
Elli í djörfum dans með frægri dífu!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Litla stýrið fæddist kl. 12:45 að frönskum tíma þann 21. okt. síðastliðinn. Hún var rúm 3,5 kg. og heilsast henni og móður Maríu vel að sögn innfæddra. Við hér á Sósi.is óskum Oliversson family alls hins besta og vonum að þau ali barnið upp við Guðhræðslu og góða siði.
Yfir og út!

Þann 30. október síðastliðinn varð Saga okkar 4.ára og hélt hún upp á afmælið sitt á Fossagötunni með pompi og prakt. Móðir hennar frú Rakel Loðmfjörð sá um veigarnar og fórst það henni einkar vel úr hendi. Var það mál manna að aldrei hefði verið borin fram jafn glæsileg afmælisterta og við þetta tilefni. Við hér á Sósi.is óskum því Lommunni til hamingju með árangurinn og Sögu með afmælið, þær lengi lfi, húrra, húrra, húrra!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)