miðvikudagur, október 31, 2007

Óli Jó nýr landsliðsþjálfari

Óli Jó eða Óli Djók eins og hann er oftast kallaður var í gær ráðinn sem þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu til tveggja ára. Það er gaman að segja frá því að Sósi lék á sínum yngri árum handknattleik með kauða og lék síðan undir hans stjórn knattspyrnu við góðan orðstír. Sósi skrapp því í heimsókn til kallsins og óskaði honum til hamingju með nýja starfið.
Sósi fékk að smella þessari mynd af honum þegar hann stillti sér upp með alla verðlaunapeningana sem hann hefur unnið sér inn með FH-ingum síðustu þrjú árin.
Óli á án efa eftir að bæta við blingið sem nýr landsliðsþjálfari, það er ekki nokkur spurning.
Tískurugl

Siggi sonur Sósa oft kallaður "Geðsiggi" sökum hvursu geðvondur hann getur orðið, sást bregða fyrir í þessari múnderingu á dögunum. Sósa lék forvitni á að vita af hverju í ósköpunum sonur hans íklæddist Nintendo íþróttagalla og auk þess forljótum í ofanálag. Ekki stóð á svari hjá stráksa "Pabbi djöfull getur þú verið hallærislegur mar". Sósi skilur hvorki upp né niður í tískunni þessa dagana sem rokkar á milli að vera Billabong-Quicksilver eitthvað og DonCano-Millett-Converse skræpótt rugl.

Endilega smellið á myndina hér til hliðar til þess að skoða búninginn betur!

mánudagur, október 29, 2007

Sósi og Lomma alltaf í stuði!
Þessi mynd var tekin af Sósa og Lommu í sumar þar sem þau göntuðust saman í flæðarmálinu á Elbu, en þar voru þau í stuttu pissustoppi á ferð sinni um Miðjarðarhafið.
Jesús sáttur með nýju biblíuþýðinguna!

"Já ég er bara massasáttur með þýðinguna á bókinni hans pabba. Kallinn er líka alveg að digga þetta, það eina sem hann fetti fingur út í var liturinn, hann hefði viljað hafa hana hvíta í staðinn fyrir rauða, en ég hlusta nú ekki á þetta raus í kallinum enda er hann vita litblindur" sagði Jesús Kr. Jósepson er Sósi sló á þráðinn til stráksa í gærkvöldi.