þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Kastró hættur

Vindlaspúandi commonistinn, uppistandarinn og uppreisnarseggurinn Fidel Castró hefur sagt starfi sínu lausu sem harðstjóri á Kúbu. Í stuttu spjalli við Sósa nú í morgun sagðist Kastró ekki vera búin að gera upp við sig til hvaða starfa hann myndi hverfa, en hann væri með nokkur áhugaverð tilboð á borðinu sem hann væri að skoða. Kastró sem nú liggur á meltuni og hugsar sinn gang á eyjunni Súmötru sagðist vera mikill aðdáandi Bubba Morthens og að hann hlustaði oft á lagið "Stál og knífur" áður en hann færi að sofa á kvöldin.
Kastró bað að heilsa öllum á Íslandi og sendi stuðkveðjur úr sólinni á Súmötru.





Kastró flatmagandi í sólinni á Súmötru

Engin ummæli: